Jóga Nidra Waitlist

12 January 2023 • 12:00 - 13:00
Brynja Gunnarsdóttir
Brynja er tannlæknir og er auk þess með menntun í jóga nidra, kundalini jóga, yin jóga & hefur um langt skeið kennt meðgöngujóga. Hún hefur sótt ýmis námskeið og viðburði tengda jóga, öndun og hugleiðslu og þykir gaman að bæta við sig þekkingu í jógafræðunum og deila því áfram eftir að hafa upplifað það í eigin skinni hvernig jóga getur aukið vellíðan, róað hugann & minnkað streitu. Fyrir utan vinnu og jóga er mitt aðaláhugamál göngur og finnst mér fátt betra en að komast í góða fjallgöngu. Brynja leggur áherslu á tengingu við líkamann í gegnum jóga, hugleiðslu og tónheilun í tímunum sínum.

Description

Jóga Nidra er leidd djúpslökun sem hjálpar líkamanum og huganum að ná ró og kyrrð sem og að vinda ofan af streitu. Talað er um jóga nidra sem jógískan svefn eða ástand þar sem meðvitundin er vakandi á sama tíma og líkaminn og hugurinn fær hvíld. Mjög aðgengileg og áhrifrík iðkun sem hentar öllum. Jóga Nidra fer fram í liggjandi stöðu.
Tíminn hefst á 100% hreinu súkkulaði eða móate.