Jóga Nidra
2 February 2023 •
12:00 - 13:00
Áróra Helgadóttir
Áróra lauk yogakennaranámi hjá Ástu Arnardóttur í Yogavin & framhalds yogakennaranám hjá Julie Martin á Indlandi. Hún hefur kennt jóga & hugleiðslu fyrir unglinga í grunnskóla, starfsfólk Forsætisráðuneytisins, Hagstofu Íslands, tekið að sér kennslu á ýmsum retreat námskeiðum, o.fl. Ýmsar aðferðir og réttindi hafa bæst í verkfæratöskuna síðustu árin, s.s. markþjálfun, yoga nidra djúpslökun, tilfinningavinna o.fl.
Description
Jóga Nidra er leidd djúpslökun sem hjálpar líkamanum og huganum að ná ró og kyrrð sem og að vinda ofan af streitu. Talað er um jóga nidra sem jógískan svefn eða ástand þar sem meðvitundin er vakandi á sama tíma og líkaminn og hugurinn fær hvíld. Mjög aðgengileg og áhrifrík iðkun sem hentar öllum. Jóga Nidra fer fram í liggjandi stöðu.
Tíminn hefst á 100% hreinu súkkulaði eða móate.
Tíminn hefst á 100% hreinu súkkulaði eða móate.