Dans

26 May 2023 • 17:00 - 18:00
Áróra Helgadóttir
Áróra lauk yogakennaranámi hjá Ástu Arnardóttur í Yogavin & framhalds yogakennaranám hjá Julie Martin á Indlandi. Hún hefur kennt jóga & hugleiðslu fyrir unglinga í grunnskóla, starfsfólk Forsætisráðuneytisins, Hagstofu Íslands, tekið að sér kennslu á ýmsum retreat námskeiðum, o.fl. Ýmsar aðferðir og réttindi hafa bæst í verkfæratöskuna síðustu árin, s.s. markþjálfun, yoga nidra djúpslökun, tilfinningavinna o.fl.

Description

Hvað er betra en að hrista bossa, hossa og hossa? Aðra hverja viku skiptast Áróra og Ástrós á að leiða inn í dans. Stundin hefst á kakó/te og hugleiðslu, mjúkri hreyfingu og síðan mun tónlistin hljóma og dansinn duna. Stundin endar á djúpslökun. Fullkomin leið til að vinda ofan af vinnuvikunni og hefja helgina með stæl.