Dans flæði

13 September 2023 • 16:20 - 17:15
Áróra Helgadóttir
Áróra lauk yogakennaranámi hjá Ástu Arnardóttur í Yogavin & framhalds yogakennaranám hjá Julie Martin á Indlandi. Hún hefur kennt jóga & hugleiðslu fyrir unglinga í grunnskóla, starfsfólk Forsætisráðuneytisins, Hagstofu Íslands, tekið að sér kennslu á ýmsum retreat námskeiðum, o.fl. Ýmsar aðferðir og réttindi hafa bæst í verkfæratöskuna síðustu árin, s.s. markþjálfun, yoga nidra djúpslökun, tilfinningavinna o.fl.

Description

Dans flæði býður upp á leiðangur sjálfþekkingar - fyrir útrás & innsæi - þar sem við leyfum tónlistinni að hreyfa við okkur, líkamanum að vinda ofan af því sem er flækt, endurheimta það sem var gleymt & uppgötva það sem áður var hulið.

Tækifæri til að tengja við eðlið sem býr dýpra og vera nákvæmlega eins og við erum. Opna á sakleysi, forvitni og ævintýri. Leik og einlægni. Hvert á sinn einstaka hátt.

Uppbygging tíma:
- Kakó/te og lenda í sér
- Mild líkamsæfing
- Tónlist og frjáls hreyfing
- Slökun & tónheilun