MORGUNJÓGA

30 October 2025 • 08:30 - 09:30
Aldís S Sigurðardóttir
Aldís S. Sigurðardóttir er nálastungufræðingur, qigong kennari og jógakennari. Hún stundaði nám í London þar sem hún öðlaðist BSc í nálastungum og hefur unnið við það í yfir áratug. Með nálastungum, qigong, jóga og tónheilun sameinar hún ýmis meðferðarform og nýtir það í sínum einka- og hópmeðferðum.

Description

Við eigum það til í hraða samfélagsins að hreyfa okkur af mikilli ákefð. Stundum þannig að við hunsum merki líkamans og förum yfir mörk hans. Í samveru með áherslu á líkamann æfum við okkur að hlusta á, virða og elska líkamann eins og hann er. Þannig þjálfum við betri tengsl við hann í allri iðju og iðkun sem við tökum okkur fyrir hendur. Við styðjumst við hugleiðslu, öndunaræfingar, mjúka hreyfingu, úthaldsæfingar, slökun og möntrusöng. Við hefjum tímann á 100% hreinu kakó eða móate sem inngang að dýpri hlustun og næringu.