Rórujóga

24 May 2024 • 08:30 - 09:30
Áróra Helgadóttir
Áróra lauk yogakennaranámi hjá Ástu Arnardóttur í Yogavin & framhalds yogakennaranám hjá Julie Martin á Indlandi. Hún hefur kennt jóga & hugleiðslu fyrir unglinga í grunnskóla, starfsfólk Forsætisráðuneytisins, Hagstofu Íslands, tekið að sér kennslu á ýmsum retreat námskeiðum, o.fl. Ýmsar aðferðir og réttindi hafa bæst í verkfæratöskuna síðustu árin, s.s. markþjálfun, yoga nidra djúpslökun, tilfinningavinna o.fl.

Description

Fjölbreyttar líkamsæfingar með áherslu á líkamsvitund, liðleika og styrk. Nálgunin einkennist af forvitni og hlustun og fléttar Áróra saman bakgrunn sinn úr heilbrigðisverkfræði, yoga og ýmsum nýrri fræðum líkamsþjálfunar til að bjóða heildræna nálgun á iðkunina.