STOÐKERFIÐ // styrkur & slökun

22 March 2025 • 12:30 - 13:45
Áróra Helgadóttir
Áróra lauk yogakennaranámi hjá Ástu Arnardóttur í Yogavin & framhalds yogakennaranám hjá Julie Martin á Indlandi. Hún hefur kennt jóga & hugleiðslu fyrir unglinga í grunnskóla, starfsfólk Forsætisráðuneytisins, Hagstofu Íslands, tekið að sér kennslu á ýmsum retreat námskeiðum, o.fl. Ýmsar aðferðir og réttindi hafa bæst í verkfæratöskuna síðustu árin, s.s. markþjálfun, yoga nidra djúpslökun, tilfinningavinna o.fl.

Description

Byrjum tímann á því að fá okkur kakó og fræðumst um kriyiu dagsins. Kriya er æfingaröð eða jógasett sem vinnur að ákveðnu markmiði. Það gæti verið fyrir ákveðin líffæri, orkustöðvar, sumar kriyr eru hannaðar sérstaklega fyrir taugakerfi. Eftir æfingaröðina förum við í slökun og tökum á móti áhrifunum og látum líkamann vinna úr þeim heilsusamlegu boðefnum sem við náðum að örva. Við endum svo ávallt á hugleiðslu.
Ath æfingasettin og hugleiðslurnar eru ótalmargar og ásetningur tímanna með þó uppsetning sé með svipuðu sniði.