YIN YOGA
24 November 2025 •
17:45 - 19:00
Áróra Helgadóttir
Áróra lauk yogakennaranámi hjá Ástu Arnardóttur í Yogavin & framhalds yogakennaranám hjá Julie Martin á Indlandi. Hún hefur kennt jóga & hugleiðslu fyrir unglinga í grunnskóla, starfsfólk Forsætisráðuneytisins, Hagstofu Íslands, tekið að sér kennslu á ýmsum retreat námskeiðum, o.fl. Ýmsar aðferðir og réttindi hafa bæst í verkfæratöskuna síðustu árin, s.s. markþjálfun, yoga nidra djúpslökun, tilfinningavinna o.fl.
Description
Í Yin yoga tímunum er leitt inn í teygjur nálægt gólfi, þar sem miðað er við að ná að slaka vel á í stöðunni og halda henni kyrrð í 2-3 mínútur. Í hverri stöðu gefst tækifæri til að opna í stutta hugleiðslu og kennslan er tvinnuð við grunnatriði núvitundar. Iðkunin skapar djúpa hlustun á líkamann og hans mörk, því öll nálgun er út frá mildi og virðingu við eigin skynjun - að treysta sér og þjálfa að velja það sem virkar vel fyrir sig. Í Yin yoga getur losnað um staðnaða orku og tilfinningar, létt á spennu og opnað fyrir flæði.
Í upphafi tímans er boðið upp á kakó/te og slökun í lokin.
Í upphafi tímans er boðið upp á kakó/te og slökun í lokin.