KUNDALINI JÓGA

22 November 2025 • 09:30 - 10:30
Brynja Gunnarsdóttir
Brynja er tannlæknir og er auk þess með menntun í jóga nidra, kundalini jóga, yin jóga & hefur um langt skeið kennt meðgöngujóga. Hún hefur sótt ýmis námskeið og viðburði tengda jóga, öndun og hugleiðslu og þykir gaman að bæta við sig þekkingu í jógafræðunum og deila því áfram eftir að hafa upplifað það í eigin skinni hvernig jóga getur aukið vellíðan, róað hugann & minnkað streitu. Fyrir utan vinnu og jóga er mitt aðaláhugamál göngur og finnst mér fátt betra en að komast í góða fjallgöngu. Brynja leggur áherslu á tengingu við líkamann í gegnum jóga, hugleiðslu og tónheilun í tímunum sínum.

Description

Byrjum tímann á því að fá okkur kakó og fræðumst um kriyiu dagsins. Kriya er æfingaröð eða jógasett sem vinnur að ákveðnu markmiði. Það gæti verið fyrir ákveðin líffæri, orkustöðvar, sumar kriyr eru hannaðar sérstaklega fyrir taugakerfi. Eftir æfingaröðina förum við í slökun og tökum á móti áhrifunum og látum líkamann vinna úr þeim heilsusamlegu boðefnum sem við náðum að örva. Við endum svo ávallt á hugleiðslu.
Ath æfingasettin og hugleiðslurnar eru ótalmargar og ásetningur tímanna með þó uppsetning sé með svipuðu sniði.